Karlmaður sem er úkraínskur ríkisborgari en með íslenska kennitölu og því líklega búsettur á Íslandi hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að taka við ávinningi af fjársvikum sem framin voru í gegnum Facebook. Peningarnir voru greiddir inn á íslenskan bankareikning mannsins af bankareikningi íslenskrar konu sem því er líklega þolandi fjársvikanna þótt það sé ekki beinlínis tekið fram.
Ákæra á hendur manninum er birt í Lögbirtingablaðinu en heimilisfang hans virðist ekki þekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta manninum ákæruna.
Maðurinn er á fimmtugsaldri en samkvæmt á ákærunni tók hann á síðasta ári við ávinningi af fjársvikum sem framin voru í gegnum Facebook af óþekktum aðila. Samtals voru þetta þrjár milljónir króna, sem lagðar voru inn á bankareikning mannsins frá bankareikningi íslensku konunnar.
Það virðist því ekki annað en að konan hafi verið þolandi fjársvikanna.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Mæti maðurinn ekki verður hann handtekinn og færður fyrir dóm, samkvæmt tilkynningunni í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn viðist því vera staddur á landinu en í ákærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar.