Ljósmyndarinn sem um ræðir var 37 ára gamall og hét Antoni Lallican, en hann var að mynda úkraínska hermenn nálægt víglínunni í Donbas-héraði þegar árásin átti sér stað.
Úkraínskur blaðamaður, Georgiy Ivanchenko, særðist einnig í árásinni en úkraínsk yfirvöld og Emmanuel Macron Frakklandsforseti kenna Rússum um árásina.
Í fréttum franskra fjölmiðla kemur fram að Franska hryðjuverkadeildin PNAT (f. Parquet national antiterroriste) hafi tekið málið til rannsóknar. Rannsóknin beinist að meintum „stríðsglæpum“, sem samkvæmt skilgreiningu fela í sér „vísvitandi árás gegn lífi eða heilbrigði einstaklings sem nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum lögum.”
Lallican var virtur ljósmyndari sem hafði birt verk sín í virtum fjölmiðlum um allan heim.
Alþjóðasamtök blaðamanna segja að að minnsta kosti 17 blaðamenn hafi verið drepnir í Úkraínu frá því að Rússland hóf innrás sína í febrúar 2022.