fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Eyjan
Þriðjudaginn 30. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill munur er á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og ríkisstjórninni sem þjóðin hafnaði í nóvember. Nýja ríkisstjórnin er samhent, meira að segja svo að þingflokkar hennar halda sameiginlega þingflokksfundi. Ekki veitir af góðri samvinnu, verkefnin eru ærin, t.d. er innviðaskuldin eftir fyrri ríkisstjórn metin á 400 milljarða. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Daði Már Kristófersson-6
play-sharp-fill

Daði Már Kristófersson-6

Þessi ríkisstjórn, hún tekur við mikilli og alvarlegri innviðaskuld, sem er ekkert hægt að, það er ekkert hægt að berja hausnum við steininn. Hún er þarna, það þarf að ráðast í að borga þessa innviðaskuld. Þetta er stórt verkefni.

„Þetta er mjög stórt verkefni. Ég held að Samtök iðnaðarins meti þetta auðvitað upp á fjögur hundruð milljarða. Við þurfum náttúrulega að skera það í sneiðar til þess að ráða við það eins og þegar að þú ætlar að borða fílinn þá verður, að byrja einhvers staðar. En það er eindreginn vilji, mjög eindreginn vilji allra stjórnarflokkanna að takast á við þetta verkefni.,“ segir Daði Már.

Við sáum það náttúrulega í síðustu ríkisstjórn að það var ekki mikil athafnastjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir voru mjög ósammála um það hvað ætti að gera, hvort eitthvað ætti að gera og svo framvegis. Þetta er miklu samhentari ríkisstjórn.

„Já, ég held það. Nú starfaði ég auðvitað ekki með síðustu ríkisstjórn, en alla vega get ég sagt að samstarfið hefur gengið mjög vel. Stjórnarsáttmálinn er stuttur og einfaldur. Það er mjög mikilvægt vegna þess að hann er fyrst og fremst áttaviti fyrir okkur. Þar er tæpt á stóru áherslunum. Auðvitað rökræðum við mál, það er eðlilegt, og auðvitað eru þetta þrír ólíkir flokkar. En stóru málin, þau, þar er mikil samstaða. Síðan getum við líka sagt að það er á margan hátt kostur að hafa ólíka flokka vegna þess að þá þurfum við að rökræða okkur að niðurstöðum varðandi þessi stóru verkefni og innviðaskuldina. Og þar hefur verið vilji til þess að leita fjölbreyttra lausna og ég kann mjög vel að meta það.“

Ég er búinn að fylgjast með pólitík í áratugi. Ég hef aldrei séð ríkisstjórn eða ríkisstjórnarsamstarf sem er nákvæmlega svona eins og þetta og auðvitað liggur það í hlutarins eðli að ekkert stjórnarsamstarfið er eins og annað en þingflokkarnir, þeir vinna saman.

„Já, við hittumst við upphaf starfsins á Þingvöllum á fundi, allir þingflokkarnir, og ræddum það hvernig við gætum tryggt það að við svona gætum unnið sameiginlega að þessum verkefnum sem einn hópur og það kom strax upp hugmynd um það til dæmis að vera með sameiginlega þingflokksfundi sem hefur aldrei verið gert. Það held ég að hafi verið afar góð hugmynd. Þeir hafa gefist mjög vel sem svona leið til þess að samstilla hópinn en líka bara sem tækifæri fyrir fólk úr ólíkum flokkum til að viðra skoðanir sínar og raunverulega þá undirstrika hugmyndafræðilega muninn sem er á milli flokkanna. Það er miklu betra að nálgast hann framan frá heldur en að hann sé einhvern veginn keyrður ofan í kjallara og kraumi þar. Þetta hefur gefist okkur geysilega vel.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Hide picture