fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“

Eyjan
Fimmtudaginn 25. september 2025 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fyrirhugað sé að segja 25 starfsmönnum Norðuráls í dag. Það hafi framkvæmdastjóri fyrirtækisins tilkynnt honum um snemma í morgun.

„Í morgun, rúmlega hálf átta, fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Norðuráls þar sem mér voru tilkynnt þau ömurlegu tíðindi að fyrirtækið hyggist segja upp 25 starfsmönnum í dag. Ástæðan er sögð aukinn framleiðslukostnaður og minni framleiðsla.
Samkvæmt mínum upplýsingum er að stórum hluta um að ræða almenna starfsmenn víða í verksmiðjunni, en mér var jafnframt tjáð að við ákvörðun um uppsagnir væri fyrst og fremst horft til þeirra sem hafa lægstan starfsaldur innan fyrirtækisins,“ skrifar Vilhjálmur.

Uppsagnirnar séu slæm tíðindi fyrir atvinnulífið á Akranesi og segist Vilhjálmur efa það að nokkuð sveitarfélaga hafi þurft að þola jafnmiklar hremmingar og Skagamenn á undanförnum árum.

„Það er þyngra en tárum taki að þurfa enn og aftur að horfa upp á töpuð störf hér á Akranesi, því mér er verulega til efs að nokkurt sveitarfélag hafi þurft að þola jafnmiklar hremmingar og við Akranesingar á undanförnum árum.

„Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt. Verkalýðsfélag Akraness mun að sjálfsögðu standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum sem urðu fyrir þessum uppsögnum og veita alla þá aðstoð sem möguleg er á þessum erfiðu tímum,“ skrifar Vilhjálmur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til