fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Kynning

Hemp4Future 2025 – Alþjóðleg ráðstefna um hamp og framtíð grænna lausna í Reykjavík

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 13:00

Frá íslenskum hampakri á Sandhóli, Meðallandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 1.–3. október 2025 verður Iðnó í Reykjavík miðpunktur alþjóðlegrar umræðu um hamp og kannabis þegar Hemp4Future ráðstefnan fer fram í annað sinn. Þar koma saman helstu sérfræðingar í vísindum, atvinnulífi, nýsköpun og menningu í notkun hempplöntunnar til að ræða hvernig þessi forna planta gæti orðið lykillinn að grænni framtíð Íslands.

Meðal fyrirlesara eru alþjóðleg nöfn á borð við Bob Hoban, alþjóðlegan leiðtoga í kannabisrétti, Jamie Pearson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Bhang Inc., Dr. Stuart Titus, frumkvöðull í CBD-iðnaði, Heidi Whitman, formaður EmpowHer Cannabis Society, og Beau Whitney, aðalhagfræðing Whitney Economics. Þá munu einnig halda erindi Dr. Aneta A. Ptaszyńska, prófessor frá Póllandi og sérfræðingur í vernd býflugna, og Dr. Magnús Þórsson, íslenskur fræðimaður búsettur í Bandaríkjunum sem stofnaði fyrsta háskólanám í Cannabis Studies í Bandaríkjunum.

„Hampur er ekki bara efniviður nýrrar atvinnugreinar, heldur lykilplanta í sjálfbærni – frá byggingarefni til heilsuvöru og matvæla,“ segir Bob Hoban. „Ísland er í einstakri stöðu til að nýta sér þessi tækifæri.“

Dr. Magnús Þórsson bætir við: „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem Íslending að sjá hvernig alþjóðlegt samtal um kannabis getur haft bein áhrif hér heima. Ísland getur verið til fyrirmyndar í vísindalegri nálgun og nýtingu á plöntunni.“

Vinnustofur 1. október – Akógessalurinn, Lágmúla

Daginn áður en ráðstefnan hefst fara fram tvær fjögurra tíma vinnustofur sem bjóða bæði bændum og almenningi að kafa dýpra í möguleika hamp- og kannabisplöntunnar:

Bændanámskeið – Hamprækt frá fræi til markaðar
Með James Ochse (Bandaríkin) og Dr. Jan J. Slaski (Kanada).
Þátttakendur læra um fræval, ræktunaraðferðir, uppskeru og vinnslu hampafurða – með skýra yfirsýn yfir alla virðiskeðjuna frá fræi til markaðar.

Heilsu- og vellíðunarvinnustofa fyrir konur – Kannabis er planta fyrir konur
Með Dr. Magnúsi Þórssyni (Bandaríkin), Söru Payan (Bandaríkin) og Melanie Wentzel (Bandaríkin).
Sérstök vinnustofa sem fjallar um hvernig kannabis getur stutt heilsu og vellíðan kvenna á mismunandi skeiðum lífsins, sérstaklega á tíðahvörfum. Rætt verður um áhrif CBD, THC og terpína á hormónakerfi kvenna, auk tengingar við íslensk jurtavísindi og framtíðarmöguleika.

Af hverju hampur? 🌿

Hampur er ein fjölhæfasta planta jarðar: hann vex hratt, krefst lítils vatns og getur nýst í fjölmörgum greinum.

  • Byggingariðnaður – sterkt, kolefnisbindandi byggingarefni.
  • Fatnaður og textíll – endingargott, vistvænt efni.
  • Matvæli og heilsuvörur – próteinríkar fræ- og olíuvörur, CBD til heilsu og vellíðunar.
  • Sjálfbær orka – lífdísill og lífplast úr hampi.

Nánari upplýsingar og skráning

Dagsetningar: 1.–3. október 2025
Ráðstefna: Iðnó, Reykjavík
Vinnustofur: Akógessalurinn, Lágmúli, Reykjavík
Skráning og miðar: www.hemp4future.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“