Í Guangdong-héraði í Kína hefur tveimur milljónum íbúum verið gert að yfirgefa heimili sín og þá hafa sautján fundist látnir í Taívan af völdum fellibylsins. Þar er einnig yfir hundrað manns saknað.
Meðfylgjandi myndband var tekið í anddyri Fullerton Ocean Park-hótelsins í Hong Kong og sýnir þegar flóðbylgja skall á hótelinu og braut sér meðal annars leið í gegnum rúður og glerhurðir.
Áttu gestir og starfsfólk á hótelinu fótum sínum fjör að launa eins og myndbandið sýnir.
Fellibylurinn, sem fengið hefur viðurnefnið „Konungur stormanna“, er einn sá öflugasti í heiminum á árinu og er gert ráð fyrir að miðja hans nái meginlandi Kína í dag.
Yfirvöld í tugum kínverskra borga hafa í dag lokað skólum og fyrirtækjum vegna yfirvofandi óveðurs.