Priscilla Presley hefur í nýjum endurminningum greint frá því að eiginmaður hennar Elvis Presley hafi boðið henni að fara í fóstureyðingu þegar hún var ólétt af dóttur þeirra, Lisu Marie.
Þetta er aðeins ein af nokkrum óvæntum opinberunum í nýrri bók Priscillu, Softly, As I Leave You, sem kom út í dag.
Priscilla segir að hún hafi átt erfitt með að stjórna óstýrilátri dóttur sinni, sem var niðurbrotin eftir andlát föður síns í ágúst 1977. Priscilla kynnti Lisu Marie síðan fyrir hinni umdeildu Vísindakirkju, en viðurkennir að hún hafi verið grunlaus varðandi trúarbrögðin.
Í bókinni segir hún frá hvernig Lisa barðist við fjárhagsvandræði og fíkniefnaneyslu í mörg á, þar sem hún tók á tímabili 80 töflur á dag. Lisa lést 54 ára að aldri í janúar 2023.
„Dóttir mín var ráðgáta, flókin og krefjandi,“ skrifar Priscilla. „Lisa var frjáls andi, ákveðin og eirðarlaus sál.“
Sem dóttir goðsagnarinnar sem faðir hennar var kallaði Lisa opinbera persónu sína „Lisu Marie F—ing Presley.“
„Þetta var sjálfsmynd sem bæði heillaði hana og ásótti hana það sem eftir var ævinnar,“ skrifar Priscilla.
Elvis og Priscilla kynntust eins og þekkt er þegar hún var aðeins 14 ára og hann 24 ára og var staðsettur sem hermaður í Þýskaland. Þau giftust árið 1967 og höfðu aðeins verið gift í nokkrar vikur þegar þau uppgötvuðu að hún væri ófrísk
„Brúðkaup okkar þýddi að ég gat loksins komið fram opinberlega,“ sagði Priscilla, „ég var svo spennt. En þegar ég varð ólétt á brúðkaupsnóttinni, þá urðu þeir draumar að engu. Hvorki Elvis né ég vorum tilbúin fyrir barn. Í margar vikur höfðum við Elvis áhyggjur af því ein hvað væri í vændum. Á mínum versta tímapunkti velti ég jafnvel fyrir mér hvernig mér liði ef ég lenti í slysi og missti fóstur. Ég fann fyrir svo mikilli sektarkennd að ég skyldi hafa þessar hugsanir,“ sagði hún.
Þá „horfði Elvis á mig einn daginn og spurði hvort ég vildi fara í fóstureyðingu. Hann sagði mér að hann myndi styðja hvaða ákvörðun sem ég vildi. Orð hans vöktu mig loksins og ég fór að gráta. Ég sagði honum: „Nei! Við getum ekki gert þetta. Þetta er barnið okkar!““
Þegar Lisa Marie fæddist í febrúar 1968 urðu hjónin strax „óendanlega ástfangin af henni.“
Priscilla yfirgaf Elvis þegar Lisa Marie var fjögurra ára eftir að hafa átt í ástarsambandi við karatekennara hennar, Mike Stone, en hún hélt því fram að framhjáhaldið væri ekki ástæðan fyrir brottför hennar.
Þegar Elvis komst að samband hennar við Stone, segir Priscilla: „þá þvingaði hann sig upp á mig,“ eins og hann ímyndaði sér að karatemeistari gerði það … það skildi mig eftir með óhamingjussamar minningar um síðustu kynferðislega reynslu mína með Elvis.“
Elvis, sem ítrekað hélt framhjá Priscillu, var í svo miklu uppnámi yfir framhjáhaldi hennar að hann bað nánasta vin sinn, Joe Esposito, um að finna leigumorðingja til að taka Stone af lífi, en var sannfærður um að róa sig niður.
„Þótt það hafi verið erfitt, þá sá ég aldrei eftir ákvörðun minni um að yfirgefa Elvis. En ég hætti aldrei að syrgja þá ákvörðun,“ sagði Priscilla.
„Að ala upp dóttur mína var áskorun fyrir okkur bæði,“ viðurkenndi Priscilla. „Hún var sterk frá upphafi. Eins og pabbi hennar, þá var hún bara þannig gerð. Lisa hafði sinn eigin vilja og það að vera dóttir Elvis styrkti það bara.“
Lisa átti erfitt með að falla inn í nemendahópinn og hennar aðalsetning var: „Ég er Lisa Presley. Elvis Presley föður míns! … Þannig að passaðu þig!“
Þegar Lisa varð unglingur varð hún upptekin af strákum og þegar hún var 14 ára „hrundi heimurinn eins og ég þekkti hann,“ sagði Priscilla.
Eftir að hafa komið heim úr ferðalagi sagði Lisa að kærasti Priscillu, leikarinn Michael Edwards, hefði komið inn í herbergi hennar og lyft rúmfötunum hennar til að horfa á hana.
Þrátt fyrir að Lisa segði að hann hefði ekki brotið á henni kynferðislega bað Priscilla Edwards um að flytja út. Fjórum árum síðar fylltist hún viðbjóði þegar hann gaf út bók þar sem hann viðurkenndi „kynferðislega áráttu“ sína gagnvart dóttur hennar.
Priscilla sagðist hafa orðið mjög hissa þegar Lisa, 40 árum síðar, hélt því fram í eigin endurminningum sínum, From Here to the Great Unknown (sem kom út í desember 2024 eftir andlát hennar), að Edwards hefði misnotað hana. Edwards hefur neitað ásökununum.
„Ég var hvattur til að skreyta meinlausa sögu um Lisu Marie í endurminningum mínum frá níunda áratugnum og nú sé ég eftir því,“ sagði hann við Page Six á sínum tíma. „Ég skil að þessar sögur selja bækur, en sú hugmynd að ég hafi misnotað Lisu Marie er bara uppspuni.“
Priscilla segir að Lisa Marie hafi sagt henni gjörólíka sögu en þá sem kom fram í bókinni.
„Ég átti erfitt með að sættast við orð Lisu,“ skrifar Priscilla, „því ég heyrði þau ekki fyrr en eftir andlát hennar, við fengum aldrei að tala um það saman. Ég veit að ég mun aldrei fá lokun.“
Þegar Lisa fékk arf sinn úr dánarbúi föður síns, 25 ára að aldri, var hún gift tónlistarmanninum Danny Keough og móðir Riley og Benjamin. Hjónin skildu og Priscilla fylltist hryllingi þegar Lisa giftist Michael Jackson í maí 1994, eftir að hann hafði verið sakaður um barnaníð.
„Ég trúði ekki að hann elskaði hana,“ sagði Priscilla og sagðist aðeins hafa hitt Jackson einu sinni. „Hann giftist henni á þeim tíma þegar hann þurfti sárlega á góðri umfjöllun að halda sem lýsti honum sem eftirsóknarverðum gagnkynhneigðum manni.“
„Það var eitt að berjast gegn ákærunni um barnaníð gegn honum. Það var engin leið að komast vel út úr því. En myndir af dóttur Elvis með risastóra demants-trúlofunarhringinn sem hann hafði látið gera fyrir hana? Sú mynd var algjört gull.“
„Þann 18. janúar 1996 sótti Lisa um skilnað. Ég heyrði Elvis næstum andvarpa af létti,“ sagði Priscilla. Jackson lést árið 2009.
Árið 2005 var Lisa gjaldþrota og seldi 85 % af arfi sínum, en heimili Elvis í Memphis, Graceland, er enn hjá fjölskyldu hans.
Gleði Lisu Marie yfir því að giftast þriðja eiginmanni sínum, gítarleikaranum Michael Lockwood, og taka á móti tvíburadætrum þeirra, Finley og Harper, í október 2008 var hins vegar spillt af ópíóíðum sem henni voru gefnir eftir fæðinguna.
„Lisa hafði erft viðkvæmni Elvis fyrir ópíóíðum og var orðin háð þegar hún fór af sjúkrahúsinu,“ sagði Priscilla.
Árið 2014 hafði vandamálið farið langt út fyrir verkjalyf og Lisa var að taka ópíóíða og blanda kókaíni saman við mikið magn áfengis, sem varð til þess að hún fór í sína fyrstu meðferð, sem leiddi til endaloka hjónabands hennar og Lockwood.
Priscilla sagði að hún hefði verið hneyksluð þegar sannleikurinn um fíkniefnaneyslu Lisu kom í ljós í dómsskjölum í skilnaðarbaráttu hennar árið 2016. „Ég hafði enga hugmynd um hversu mikið eitur hún var að setja í líkama sinn,“ sagði hún. Priscilla fékk tímabundið forsjá tvíburanna en þau fóru aftur til mömmu sinnar eftir ár.
Þrátt fyrir þetta „hrakaði Lisu stöðugt niður á við frá þeim degi sem hún sótti fyrst um skilnað. Það var eins og dóttir mín væri að hverfa inn í konu sem ég hafði aldrei hitt. Hún var ekki lengur mín Lisa Marie. Neysla hennar á fíkniefnum fór upp í áttatíu töflur á dag. Hún var örvæntingarfull að halda dætrum sínum og lifði í hvirfilbyl fíkniefnaknúinna tilfinninga án þess að sjá lausn úr vandanum.“
Lisa Marie varð einnig brjáluð þegar Priscilla neitaði að vitna fyrir dómi og taka afstöðu með henni með því að halda því fram að Lockwood væri óhæfur faðir. Lisa Marie fékk að lokum aðalforsjá, en Lockwood fékk umgengnisrétt yfir börnum þeirra.
„Ég vissi að það væri tilgangslaust að rífast við hana. Ég yrði að rífast við fíkn hennar,“ sagði Priscilla. „Ég vissi líka og það særði mig að hjartastað að hún myndi aldrei fyrirgefa mér alveg. Og það gerði hún aldrei. Ég var að missa annan af þeim tveimur sem ég elskaði mest. Ég vissi ekki enn að ég myndi brátt missa hana varanlega. Atburðirnir sem eitruðu líf okkar myndu reynast banvænir.“
Lisa Marie missti son sinn, Benjamin, 27 ára gömul vegna sjálfsvígs í júlí 2020, sem var „upphafið að endalokum fyrir dóttur mína,“ fullyrðir Priscilla í bókinni. „Við vissum öll að lífið með Lisu var á lánstíma.“
Þegar mæðgurnar mættu á Golden Globe verðlaunahátíðina til að fagna kvikmynd Baz Luhrmann, Elvis, þann 10. janúar 2023 gat Lisa varla gengið og þurfti að fá aðstoð frá fjölskylduvini sínum, Jerry Schilling. Hún kvartaði við móður sína yfir því að hún væri með magaverki og fór snemma heim. „Ég vissi ekki að þetta væri síðasta faðmlagið,“ sagði Priscilla.
Aðeins tveimur dögum síðar fanns Lisa meðvitundarlaus af fyrrum maka hennar, Keough, sem var fluttur aftur inn til hennar. „Ég vissi frá fyrstu stundu sem ég gekk inn á sjúkrahúsherbergi Lisu að hún væri farin,“ sagði Priscilla.
Lisa hafði fengið hjartastopp eftir að hafa fengið smáþarmastíflu, alvarlegan fylgikvilla offituaðgerðar.
Priscilla lýkur endurminningabók sinni með orðunum: „Litla villta barnið mitt, ég elska þig að eilífu.“