fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Sigurður Hólmar skrifar: Hampur fyrir framtíðina – Tækifæri fyrir Ísland

Eyjan
Föstudaginn 19. september 2025 07:45

Sigurður Hólmar Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólmar Jóhannesson framkvæmdastjóri Góðvildar Styrktarsjóðs skrifar: 

Í byrjun október verður Reykjavík vettvangur merkilegs viðburðar þegar ráðstefnan Hampur fyrir framtíðina fer fram í Iðnó. Þar koma saman um 30 íslenskir og erlendir fyrirlesarar til að ræða hamp og möguleika hans fyrir samfélagið okkar. Það segir mikið um ráðstefnuna að það hafa fimm erlendir fjölmiðlar þegar tilkynnt komu sína og það eitt sýnir að Ísland er komið á kortið í þessari umræðu.

Ég tel að þessi ráðstefna skipti miklu máli. Hún snýst ekki aðeins um eina plöntu heldur nýja sýn á framtíðina. Hampur er ótrúlega fjölhæf planta sem getur bætt jarðveg, bundið kolefni, leyst af hólmi mengandi efni í iðnaði og skapað grundvöll fyrir fjölbreytta framleiðslu. Allt frá textíl og byggingarefnum til heilsutengdra vara. Þegar við ræðum sjálfbærni og græna umbreytingu er hampurinn ein af þeim lausnum sem við eigum að nýta okkur.

Það sem mér finnst sérstaklega jákvætt við þessa ráðstefnu er að hún er hagnýt. Fyrir ráðstefnuna verða haldnar tvær vinnustofur sem snúa beint að því að virkja fólk. Önnur vinnustofan er fyrir verðandi hampbændur sem fá þar að kynnast undirstöðum í ræktun og uppskeru. Hin vinnustofan fjallar um hvernig hampurinn getur getur stutt heilsu og vellíðan kvenna á mismunandi skeiðum lífsins sem mikilvægt og oft vanrækt málefni. Þetta sýnir að ráðstefnan er ekki aðeins fyrir sérfræðinga heldur líka fyrir almenning sem vill læra, taka þátt og prófa eitthvað nýtt.

Við stöndum á tímamótum. Umræðan um lyfjahamp er að breiðast út á heimsvísu, og með aukinni vitund um möguleika hampplöntunnar í heild geta skapast ný störf, ný útflutningstækifæri og ný úrræði fyrir sjúklinga sem þurfa betri valkosti. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í þessum málum en það gerist aðeins ef við tökum umræðuna opinskátt og með framsæknum hætti.

Hampur fyrir framtíðina er stórt skref í áttina að meiri og gagnvirkari umfæðu. Ráðstefnan er vettvangur samtals, nýrrar hugsunar og lausna sem geta haft bein áhrif á framtíðina okkar. Ég tel það vera ljóst að við eigum ekki að standa hjá, við eigum að taka þátt, hlusta, læra og leiða þessa vegferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar