fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu eru mörg og þau eru í raun miklu fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Freyr Eyjólfsson verður með spennandi spjall í Fríbúðinni.

„Þetta á eftir að verða gagnleg umræða og vonandi skemmtileg,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU, sem ætlar að spjalla við gesti og gangandi í Fríbúðinni í Gerðubergi miðvikudaginn 17. september kl. 17:30.

Freyr er mannfræðingur með meistarapróf í stafrænni stjórnun og hefur sérhæft sig í umhverfismálum og hringrásarhagkerfi og möguleikum þess. Í Fríbúðinni ætlar hann að ræða áskoranir í þessum málefnum og tækifæri.

„Já, við munum spjalla um ýmsar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, eins og hlýnun jarðar, en líka tækifærin sem felast í hringrásarhagkerfinu, því þau eru svo ótal mörg, eins og til að mynda meiri lífsgæði, betri heilsa og sparnaður. Tækifærin leynast í raun alls staðar,“ segir Freyr, sem lofar fróðlegu og skemmtilegu spjalli.

Áhugaverð viðburðaröð

Heimsóknin er hluti af áhugaverðri viðburðaröð sem hefur göngu sína í Fríbúðinni í Gerðubergi núna í september og heldur áfram í vetur þar sem góðir gestir kíkja í kaffi og ræða eitt og annað sem tengist hringrásarhagkerfinu, fyrrnefnd tækifæri þess, endurnýtingu hráefna á heimilinu, fjölbreytt lífríki Reykjavíkur og hvaða aðferðir eru notaðar til skipuleggja uppbyggingu í sátt við umhverfi, svo fátt eitt sé nefnt.

Spjallið í Fríbúðinni á miðvikudag hefst kl. 17:30 og fer fram á íslensku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“