fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

Pressan
Þriðjudaginn 16. september 2025 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir sálfræðingar segjast hafa áhyggjur af heilsu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í hlaðvarpi þeirra John Gartner og Harry Segal, Shrinking Trump en sálfræðingarnir telja að Trump sýni merki um elliglöp.

Meðal annars ræddu þeir myndir sem voru teknar af forsetanum á tennismótinu U.S Open nýlega, en þar virðist forsetinn nokkuð syfjaður og virðist hafa dottað um tíma.

„Þú ert á lokamóti U.S. Open sem er áhugavert sjónarspil og þú ert miðpunktur athyglinnar,“ sagði Gartner. „Svo hvernig bregst Trump við? Já hann er bara sofandi aftur, svona eins og hann svaf flesta dagana í aðalmeðferð sakamálsins sem var höfðað gegn honum.“

Gartner vísar til þess að eitt merki um snemmbúin elliglöp sé að sofna á óviðeigandi tímum.

„Ég vil bara benda á að þetta er ekki eðlilegt.“

Síðan ræddu sálfræðingarnir um líkamlega heilsu Trump. Meðal annars hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að ökklar Trump hafi verið bólgnir nú í sumar og að embætti forseta hafi greint frá því að forsetinn hafi greinst með langvinna bláæðabólgu, sem er algengur kvilli hjá fólki sem er eldra en 70 ára.

Segal bendir á að þetta geti þó einnig verið merki um blóðfylluhjartabilun.

„Það er það sem vanalega veldur svona bólgu, mjög bólgnum ökklum,“ sagði Segal sem er sálfræðiprófessor við Cornell-háskóla. „Ég held að hann sé ekki, ég meina hann er ekki heilbrigður.“

Eins gagnrýna sálfræðingarnir skýringar embættis forseta á marblettum á handabaki forsetans. Fjöldi mynda hefur verið í dreifingu undanfarna mánuði sem sýna stóran marblett á handabaki forsetans eða mislukkaðar tilraunir til að fela hann með farða. Embætti forseta segir að marblettina megi rekja til verkjalyfjanotkunar forsetans og eins til þess að hann sé alltof duglegur að taka í höndina á fólki.

Gartner bendir á að þessir marblettir hafa birst á bæði hægri og vinstri hönd forsetans.

„Þeir eru greinilega að fela alvarlegra vandamál. Hann er líklega að fá einhvers konar vökvagjöf.“

Eins vísa þeir í myndir sem birtust af forsetanum á minningarathöfn vegna hryðjuverkanna, 11. september 2001, í síðustu viku. Þar virtist andlit Trump sigið hægra megin, sem sálfræðingarnir benda á að geti verið merki um heilablæðingu.

„Þegar þú sérð einhvern með hálft andlitið sigið eins og þarna þá er það ekki út af því að viðkomandi er þreyttur, þetta er ekki venjulegt andlit. Þetta er stórt. Og þess vegna er ég að sýna þetta, ekki til að gera grín að honum eða slá á létta strengi.“

Embætti forseta, Hvíta húsið, gefur þó litið fyrir hugleiðingar sálfræðinganna og hafa birt yfirlýsingu frá MAGA-lækninum Ronny Jackson, en þar segir:

„Sem fyrrverandi persónulegur læknir Trump forseta, fyrrum læknir forseta og læknir Hvíta hússins til 14 ára í gegnum þrjár ríkisstjórnir get ég sagt ykkur svo það sé yfir vafa hafið: Donald J. Trump forseti er heilbrigðasti forsetinn sem þessi þjóð hefur séð. Ég er áfram í samráði við núverandi lækni hans og heilbrigðisteymi Hvíta hússins og eyði enn miklum tíma með forsetanum. Hann er andlega og líkamlega heilbrigðari en nokkru sinni áður.“

The Daily Beast greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát