fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sama eins og gerist í öðrum samböndum, ofbeldis samböndum, það er kannski ausið á þig lofi; „Þú ert svo yndisleg, falleg, dásamleg. Eigum við að skiptast á myndum“ og svo fer þetta út í: „Ég er með myndir af þér, þú þarft að senda mér fleiri myndir“ eða bara andlegt ofbeldi eins og við sjáum: „Af hverju ertu ekki online? Þú átt alltaf að vera ínáanleg, þú átt að gera eins og ég segi þér,““

segir Drífa Snædal talskona Stígamóta við RÚV.

Drífa Snædal talskona Stígamóta

Í gær fór fram ráðstefna á Akureyri um stafrænt ofbeldi, í tilefni 25 ára afmælis Jafnréttistofu. Stafrænt ofbeldi fer vaxandi og hafa 46 mál verið tilkynnt til lögreglu það sem af er þessu ári, eins og RÚV greinir frá. Mál þar sem börn eiga í hlut eru ekki inn í tölunni þar sem þau eru skráð sem varsla á barnaníðsefni.

Drifa segir að breyta þurfi lögum til að koma böndum á stafrænt ofbeldi, sem hún segir oft tengt öðrum tegundum ofbeldis. Ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að þolendum sínum í gegnum netið og þolendur þurfi oft að lifa með skaðanum um ókomna tíð.

„Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult, þú ert alltaf með símann á þér þannig ofbeldið getur verið sífellt og stöðugt.“

Drífa segir einnig að fræðsla og umræða um málið sé sterkt vopn í baráttunni gegn stafrænu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld