Rithöfundurinn og stuðningsmaður Þróttar Reykjavíkur, Gunnar Helgason, segir að leikmenn Þórs séu mestu vælukjóar sem hann hefur séð spila gegn Þrótti. Skrif Gunnars í stuðningshóp Þróttar vekja athygli.
Þór vann Þrótt í Laugardalnum á laugardag, með sigrinum fór Þór beint upp í Bestu deildina en Þróttur hefði með sigri farið beint upp.
Þór vann 2-1 sigur í leiknum. „Í dag töpuðum við. Þrátt fyrir að vera betra fótboltaliðið á vellinum. Ég er ekki frá því að hitt liðið sé með meiri vælukjóum sem við höfum mætt, eða kannski bara með meiri reynslu,“ skrifar Gunnar.
„En það skiptir auðvitað engu máli núna.“
Gunnar reynir svo að berja von í brjósti Þróttara sem eru á leið í umspil um laust sæti í efstu deild en liðið mætir HK í tveimur leikjum í undanúrslitum, fyrri leikurinn er á miðvikudag.
HK og Þróttur mættust í 21. umferð Lengjudeildarinnar þar sem HK vann 5-2 sigur á heimavelli, lærisveinar Sigurvins Ólafssonar eiga því harm að hefna.