fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Pressan
Sunnudaginn 14. september 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kash Patel, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), sló sér á brjóst á föstudaginn þegar hann útskýrði atburðarásina sem leiddi til þess að Tyler Robinson var handtekinn fyrir morðið á áhrifavaldinum Charlie Kirk.

„Svona gerist þegar við leyfum löggum að vera löggur,“ sagði Patel gortinn. Sumir eru þó á því að Patel ætti ekkert að vera að slá sig til riddara, enda hafi hann ekkert haft með handtökuna að gera og í raun hafi hún átt sér stað þrátt fyrir hann.

Patel hafði áður tilkynnt fljótlega eftir morðið að búið væri að handtaka meintan skotmann. Hann þurfti svo að éta það aftur ofan í sig aðeins tveimur klukkustundum síðar. Þetta frumhlaup hjá Patel þykir ákaflega neyðarlegt og hefur hann verið gagnrýndur fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum án þess að sannreyna upplýsingarnar fyrst.

Eins þótti mörgum ósmekklegt að Patel hefði sérstaklega þakkað stuðningsteymum FBI á föstudaginn, en hann hefur undanfarið skorið hressilega niður í röðum þeirra.

CNN segir að margir bandamenn Donald Trump Bandaríkjaforseta efist nú stórlega um að Patel sé starfi sínu vaxinn.

Aðgerðarsinninn og íhaldsmaðurinn Christopher Rufo skrifaði á föstudaginn á X að það væri tímabært að Repúblikanar meti hvort að Kash Patel sé rétti maðurinn til að stýra alríkislögreglunni.

„Ég hef verið í símanum undanfarna daga og rætt við marga leiðtoga íhaldsins sem styðja allir Trump-stjórnina heilshugar en hafa enga trú á því að núverandi skipulag FBI sé að virka.“

Patel hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur, ásamt ríkissaksóknaranum Pam Bondi, fyrir Epstein-málið. Bæði hann og Bondi höfðu farið mikinn um meintan skjólstæðingalista Epsteins og gert að því skóna að listinn væri raunverulegur og að hann yrði birtur. Síðar var tekin ákvörðun um að Epstein-skjölin yrðu ekki birt.

Eins hefur verið hæðst að Patel fyrir Charlie Kirk-málið enda hafi lögreglan aðeins handtekið Tyler Robinson því honum var skutlað upp á lögreglustöð þar sem hann gaf sig sjálfur fram.

CNN segir að líklega hafi það bjargað Patel því Trump sé sáttur við hversu skamman tíma það tók að finna meintan skotmann. Eins hefur verið bent á að það að Robinson hefði ekki verið handtekinn hefði FBI ekki birt myndir af meintum skotmanni. Faðir Robinson kannaðist við son sinn á myndunum. Hann gekk þá á son sinn og sannfærði hann um að gefa sig fram.

Patel hefur þó verið gagnrýndur fyrir að bíða of lengi með að birta myndir af skotmanninum og talið er að hann hafi sóað tíma á fyrsta degi rannsóknar. Eins hafi ýmsum rannsóknargögnum verið leið í fjölmiðla áður en upplýsingar voru sannreyndar, svo sem um meint trans- og andfasísk skilaboð á skothylkjum sem fundust með meintu morðvopni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“