fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. september 2025 10:00

Mark Hamill. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Mark Hamill er dáður af aðdáendum Star Wars myndanna, en hlutverk hans sem Luke Skywalker, eða Logi geimgengill, hefur valdið honum vandkvæðum á ferlinum.

Leikarinn, sem er orðinn 73 ára, settist nýlega niður með The Hollywood Reporter og rifjaði upp hvernig hlutverk hans sem Luke Skywalker hélt honum frá kvikmyndinni Amadeus frá 1984.

„Leikstjórinn Milos Forman bað mig um að lesa á móti leikkonum sem komu til greina í hlutverk fyrir kvikmyndaútgáfuna af Amadeus. Ég sagði: „Milos, ég lék Amadeus á Broadway og í tónleikaferðalagi um allt land, og ég var að velta fyrir mér hvort það væri möguleiki að þú myndir íhuga mig fyrir hlutverkið,“ rifjar Hamill upp.

„Og hann hló: „Nei, nei, nei, því enginn á eftir að trúa því að Luke Spacewalker sé Mozart!“

Hamill segist hafa skilið rök Forman en viðurkennir: „Það var vonbrigði.“

„En allir hafa sína eigin stefnu. Ég átti við mínar áskoranir að stríða og aðrir eiga við aðrar áskoranir að stríða. Ég þarf ekki að vera aðalleikari. Ég er ánægður með að vera bara vinnumaður og það var það sem ég var lengi vel. Allt sem ég vildi gera þegar ég byrjaði var að lifa af því að gera það sem ég elska að gera. Ég vildi ekki vera Tom Cruise. Og samkvæmt þeim stöðlum tókst mér langt fram úr væntingum mínum.“

Annars staðar í viðtalinu talaði Hamill um bestu ráðin sem hann hefði fengið á ferlinum og hvernig þau hefðu gagnast honum á mismunandi tímabilum hans.

„Trúðu á sjálfan þig. Sinntu vinnunni hörðum höndum. Gefstu aldrei upp. Og það mun gerast hjá þér. Eða slakaðu á, láttu lítið bera á þér og þú munt aldrei verða fyrir vonbrigðum,“ segir hann.

„Þú verður að hafa ákveðið sjálfstraust, því þegar þú verður leikari átt von á ævilangri höfnun. Ekki vegna þess að þú sért slæmur eða hæfileikalaus, heldur vegna þess að líkurnar eru á að þú sért ekki rétti í hlutverkið. Ég líki þessu við að snúa rúllettuhjóli. Ef þú snýrð rúllettuhjólinu nógu oft, þá mun talan þín að lokum koma upp.“

Tom Hulce fékk hlutverk Mozart og var kvikmyndin Amadeus meðal annars tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna og hlaut átta, Hulce var tilnefndur en hlaut ekki styttuna eftirsóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni