fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. september 2025 11:30

Sjaldan eða aldrei hefur brúðkaup á Íslandi fengið eins mikla athygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin nýgifta Temi Ajibade, áður Otedola, greinir frá því hvers vegna hún og eiginmaður hennar Oluwastosin Ajibade, eða Mr. Eazi, völdu Ísland sem einn af þremur stöðum fyrir athöfnina. Hún sendi Íslendingum einnig kveðju á okkar ylhýra.

Brúðkaupið var haldið í þremur löndum, það er í Mónakó, Dúbaí og á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og veislan í glerhýsi sem var sérstaklega reist fyrir hana í Kjós. Engu var til sparað og er talið að giftingin hafi kostað um 15 milljóna dollara, eða tæpa 2 milljarða króna.

Nú hefur Temi, sem er leikkona og dóttir olíujöfurs, greint frá því hvers vegna Ísland var fyrir valinu í færslu á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig:

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

„Velkomin til Íslands!! Þegar við fórum í fyrsta skipti árið 2021 urðum við ástfangin af fólkinu, náttúrunni og orkunni í þessu landi, svo fyrir okkar hvíta brúðkaup ákváðum við að deila þessum stað með okkar sérstaka fólki,“ skrifaði hún á ensku. En á íslensku: „Ísland við elskum þig svo mikið.“

Þá greindi hún einnig frá smáatriðum varðandi brúðkaupskjólinn sinn. Fimmtán manns komu að gerð hans. Það er sjö útsaumsmenn, þrír tískuhönnuðir og fimm aðrir handverksmenn eyddu samanlagt 4590 klukkustundum að setja hann saman. Það gera rúmlega 191 sólarhringar af vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“