fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Pressan

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 22:00

(F.v) Mia O´Brien og móðir hennar, Danielle McKenna. Mynd: Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þriggja ára laganemi frá Liverpool, Mia O’Brien, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Dubai, einu af Sameinuðu arabísku furstadæmunum, fyrir að flytja um 50 grömm af hörðum fíkniefnum.

Mia er vistuð í alræmdu fangelsi í Dubai, Al-Awir, en skelfilegar sögur ganga um hryllilegan aðbúnað fanga þar, þrengsli, pyntingar og kynferðisofbeldi. Málið hefur tröllriðið breskum fjölmiðlum undanfarna daga en hér á landi hefur Nútíminn fjallað um það.

Í Dubai getur lífstíðardómur í raun þýtt 15 ára fangelsi. Alþekkt er að ekkert umburðarlyndi er gagnvart fíkniefnabrotum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Af þeim sökum hefur hafa margir netverjar, t.d. á Facebook, fordæmt framferði Miu og sagt að hún hafi fengið það sem hún átti skilið.

Móðir hennar, hin 46 ára gamla Danielle McKenna, hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Hún segir að dóttir hennar neyti ekki fíkniefna og hafi aldrei lent í vandræðum áður þar til þetta mál kom upp í október í fyrra, en síðan þá hefur Danielle ekki séð dóttur sína. Hún nær mjög stopulu sambandi við hana og hefur ekki haldfestar upplýsingar um hvort dóttir hennar hefur verið beitt ofbeldi í fangelsinu. Hún veit hins vegar af því að margir fangar deila sama klefa og jafnvel sama rúmi í fangelsinu.

„Mjög heimskuleg mistök“

„Eins og þið getið öll ímyndað ykkur þá er ég sem móðir gjörsamlega niðurbrotin,“ sagði Danielle á GoFundMe styrktarsíðu sem síðan var tekin niður þar sem hún þótti brjóta í bága við skilmála GoFundMe varðandi safnanir fyrir afbrotafólk.

„Ég hef ekki séð dóttur mína síðan í október,“ segir Danielle, og: „Mia er aðeins 23 ára gömul og hefur aldrei gert neitt slæmt á ævinni.“

Hún hefur fært söfnunina yfir á Facebook en hún er að reyna að safna fyrir lögmannaþjónustu fyrir dóttur sína og mögulega ferðakostnaði fyrir fjölskylduna svo þau geti komist til Dubai og hitt Miu. Danielle skrifar:

„Eina sem ég bið ykkur um er að ef þið getið séð af einhverju, jafnvel bara einu pundi, þá myndi það hjálpa mikið og ég yrði að eilífu þakklát.“

Danielle ætlar að reyna að vinna að því að dóttir hennar fái að afplána megnið af refsingunni í Englandi, en fyrir slíku eru fordæmi. Hún skrifar ennfremur:

„Þetta er ung stúlka sem fór í háskóla til að lesa lög og því miður blandaðist í vafasaman hóp svokallaðra vina og gerði mjög slæm mistök sem hún er núna að gjalda fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu