Börnin, Ember 9 ára, Maverick 10 ára og Jayda 12 ára, eru öll heil á húfi og segir lögregla að líðan þeirra sé góð eftir atvikum en þau muni þurfa tíma til að jafna sig.
Eitt barnanna var með Philipps þegar lögregla fann hann á sunnudag, en skotbardagi braust út með þeim afleiðingum að lögregluþjónn særðist og Tom lést.
Barnið sem var með Tom leiddi lögreglu að systkinum sínum og fundust þau á afviknum stað úti í skógi þar sem Tom var búinn koma upp aðstöðu fyrir þau.
Lögregla lagði meðal annars hald á skotvopn á svæðinu og þá fundust tvö fjórhjól sem Tom virðist hafa notað til að koma sér á milli staða.
Talið er að Tom og börnin hafi dvalið í óbyggðum Nýja-Sjálands síðastliðin fjögur ár en ekki hefur verið útilokað að hann hafi notið einhvers konar aðstoðar frá skyldmennum sínum sem búsettir eru í nágrenninu.
Hann var mjög vanur útivistarmaður og hafði áður farið með börn sín út í óbyggðir í nokkrar vikur í senn án þess að láta nokkurn vita.