fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Á þriðja tug slösuðust á Heathrow vegna múgæsingar

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 21:48

Frá Heathrow-flugvelli. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

All þurftu 22 einstaklingar á aðhlynningu að halda eftir atvik sem varð í flugstöð númer 4 á Heathrow-flugvelli í London fyrr í kvöld. Flugstöðinni var lokað í þrjár klukkustundir en óttast var að um leka á  hættulegum efnum væri að ræða en lögreglan segir að engin merki hafi fundist um það og skýringa sé því aðeins að leita í að múgæsing hafi orðið með fyrrgreindum afleiðingum.

Daily Mail greinir frá því að bráðaliðar hafi hlúð að 21 einstaklingum á staðnum en 1 hafi verið fluttur á sjúkrahús. Lögreglan segir að enginn hafi þó slasast alvarlega og heimildarmenn innan hennar raða segja að uppnámið sem var í flugstöðinni sé aðeins hægt að skýra með því að múgæsing hafi orðið.

Flugstöðin var rýmd og viðbragðsaðilar klæddust viðeigandi hlífðarbúningum áður en þeir héldu inn í flugstöðina.

Einhverjar tafir urðu á flugi frá flugstöðinni en lestar gátu ekki stöðvað við hana og fólk á leiðinni þangað var beðið um að koma ekki á meðan ástandið varði. Sjá mátti fjölda fólks bíða fyrir utan flugstöðina á meðan gengið var úr skugga um hvort raunverulegur efnaleki hefði átt sér stað.

Í fréttavakt BBC af málinu kemur ekki fram hvernig upprunalega tilkynningin hljóðaði og hvers vegna talið var að leki á hættulegum efnum hafi átt sér stað. Ekki kemur fram hvort þessir 22 sem þurftu aðhlynningu að halda lentu í troðningi eða hreinlega veiktust vegna ótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Í gær

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að