Ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum.
Var ökumaðurinn með tvö börn í bílnum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð og látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Fulltrúi frá barnavernd var boðaður á lögreglustöð og fjölskyldumeðlimur kom í kjölfarið og sótti börnin.
Greint var frá þessu í dagbók lögreglu.