Hinn landsþekkti kraftlyftinga- og aflraunamaður, Hjalti Árnason, oft kallaður Úrsus, varð fyrir því skömmu fyrir helgi að kerru var stolið frá honum. Kerran var staðsett, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, í botninum á Áslandi í Mosfellsbæ.
Hjalti heitir 100 þúsund króna verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann endurheimti kerruna.
Hann hvetur jafnframt þjófinn til að skila kerrunni enda er nú framundan að kanna efni úr eftirlitsmyndavélum Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar. Segir hann að ekki verði eftirmál ef kerrunni verður skilað heilli.
Þeir sem hafa upplýsingar geta haft samband við Hjalta í síma 8978626 eða í gegnum netfangið hjaltiar@icloud.com.