fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 5. september 2025 13:30

Einar stendur við orð sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og fyrrverandi borgarstjóri, stendur við orð sín og yfirlýsingu í borgarstjórn til stuðnings hinsegin samfélaginu og hinsegin börnum eftir hinn umdeilda Kastljós þátt um bakslag í málefnum hinsegin fólks. Hann segir Snorra Másson hafa birst sem fordómafullan og fólk hafi upplifað viðtalið sem árás á hinsegin samfélagið.

„Þegar hann leyfir talsmanni hinsegin samfélagsins, sem er málsvari þessa hóps sem verður fyrir fordómum í samfélaginu okkar, ekki að klára eina einustu setningu í heilu viðtali þá birtist það sem fautaskapur,“ segir Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sigríður Andersen, flokksystir Snorra í  Miðflokknum, gagnrýndi orð Einars um að menn eins og Snorri ættu ekkert erindi í opinbera stefnumótun. En Einar svaraði því fullum hálsi í morgun.

Verða fyrir gelti, háði og ofbeldi

„Mér líður svolítið eins og þau skilji ekki um hvað þau eru að tala,“ segir Einar. „Þegar þau tala í Kastljósinu og í Bítinu og ítreka út um allan bæ, í hlaðvörpum og svoleiðis þar sem þau eru að segja að kynin séu bara tvö og í raun og veru að afneita tilvist þessa hóps þá særir það fólk. Börn og ungmenni eru í viðkvæmri stöðu og þegar þau eru jaðarsett eins og þau eru að því leiti að þau verða fyrir áreiti úti á götu, það er gelt á þau, það er kallað að þeim ókvæðisorðum, teknar myndir og labbað í burtu hlæjandi, allt yfir í það að þau séu beitt ofbeldi, þannig mikið að borgin rekur félagsmiðstöð þar sem þau eiga sérstakt skjól.“

Í borgarstjórn starfi sveitarstjórnarfólk og á sveitarstjórnarstiginu sé verið að reka skóla, félagsmiðstöðvar og aðra starfsemi sem stendur þessum hópi nær. Það er hinsegin samfélaginu, trans börnum og hinsegin ungmennum. Borgin veiti ýmis konar þjónustu eins og hinsegin félagsmiðstöðina sem sé athvarf fyrir hóp sem sæti fordómum í samfélaginu.

Verið að bjarga mannslífum

Einar segist hafa sem borgarstjóri kynnst þessu starfi vel og svo snerti málið hann einnig persónulega.

„Þarna er hreinlega verið að bjarga mannslífum,“ segir hann. „Maður getur ekki staðið hjá og þagað þegar þingmaður eins og Snorri, og ég ætla ekki að gera honum upp þá skoðun að hann hatist við einn eða neinn, en þegar menn gera sér það að pólitískum leik að særa fram tröllin eins og við höfum séð í umræðunni undanfarna daga þar sem ljótleikinn vellur yfir samfélagsmiðlana og öfgarnar brjótast fram, það vekur ótta hjá þessum hópi.“

Umræðan fer inn í skólana

Inni á hverju heimili sem horfði á þennan Kastljósþátt séu foreldrar sem hafi skoðun á því sem verið var að segja. Börnin heyri þessa umræðu og hún fari inn í skólana og birtist þar gagnvart barni sem er aðeins að reyna að lifa sínu lífi.

Þess vegna hafi Einari fundist fullt tilefni til þess að tala beint til þessara ungmenna sem búa í Reykjavík og víðar og láta þau vita að borgarstjórn sé ekki fordómafull og virði þau eins og þau eru.

Árás á hinsegin samfélagið

Punktur Einars sem Sigríður Andersen hafi fjargviðrast yfir hafi verið að þeir sem ekki skilji verkefnið eigi ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun. En Snorri hafi birst sem fordómafullur í viðtalinu og fólk hafi upplifað það eins og árás á hinsegin samfélagið.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Í gær

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann
Fréttir
Í gær

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð