fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 21:13

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg um að vera í leik Vals og Aftureldingar að Hlíðarenda í Bestu deildinni í kvöld.

Heimamenn virtust enn rotaðir eftir tapið í bikarúrslitunum fyrir helgi í fyrri hálfleik, en Mosfellingar leiddu 0-2 eftir hann með mörkum frá Þórði Gunnar Hafþórssyni og Hrannari Snæ Magnússyni.

Það kom annað Valslið til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins nokkrar mínútur minnkaði Marius Lundemo muninn. Aron Jóhannsson minnkaði svo muninn og áður en klukkutími var liðinn af leiknum voru Valsarar komnir yfir með marki Jónatans Inga Jónssonar.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fjórða mark Vals og útlitið gott, en undir lok leiks fékk Afturelding víti. Hrannar skoraði aftur og setti spennu í lokamínúturnar en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 4-3.

Valur heldur toppsætinu og er með 40 stig, 2 stigum meira en Víkingur. Afturelding er í 11. sæti með 21 stig, 2 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United