fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Eyjan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 10:00

Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um það atvik er mótmælendur komu í veg fyrir að fyrirlesari frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael gæti flutt erindi í Þjóðminjasafninu í byrjun þessa mánaðar. Þessi fyrirlestur var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (e. Pension Research Institute Iceland – PRICE).

Ýmsir hafa orðið til þess að slengja fram gífuryrðum og lítt ígrunduðum kröfum vegna þessa; telja að þarna hafi gróflega verið vegið gegn akademísku málfrelsi í háskóla. Meðal þeirra háværustu hafa verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson, eftirlaunaprófessor, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem hefur raunar gengið svo langt að kalla eftir afsögn háskólarektors fyrir að hafa ekki gengið fram fyrir skjöldu og fordæmt mótmælin sem urðu til þess að fyrirlestrinum var aflýst.

Orðið á götunni er að þótt gríðarlega mikilvægt sé að standa vörð um akademískt málfrelsi í háskólum og koma í veg fyrir að hægt sé að þagga niður í fólki á grundvelli skoðana þess eða hvert það er sé ekki síður mikilvægt að nálgast þessi mál af akademískri yfirvegun. Það hafi hvorki eftirlaunaprófessorinn né dómarinn fyrrverandi gert. Þvert á móti hafi framganga þeirra verið meira í ætt við öskrin og frammíköllin sem urðu til þess að fyrirlestrinum var aflýst.

Í gær birtist skoðanapistill á Vísi eftir Róbert H. Haraldsson, heimspekiprófessor og fyrrverandi kennslustjóra við Háskóla Íslands. Yfirskriftin er: Skýr stefna um málfrelsi. Í pistlinum fer Róbert á yfirvegaðan og faglegan hátt yfir málfrelsi í háskólum og bendir á að mikilvægt sé að háskólar marki sér skýra stefnu um það hvernig brugðist sé við þegar reynt er að skerða málfrelsi innan háskólasamfélagsins. Hann bendir á að ýmsir erlendir háskólar hafi stuðst við hina svokölluðu „Chicago yfirlýsingu um málfrelsi“ til að bregðast við aðstæðum eins og þeim sem komu upp í Þjóðminjasafninu í byrjun þessa mánaðar. Í yfirlýsingu Chicago háskóla segir m.a.:

Þrátt fyrir að meðlimir háskólasamfélagsins hafi rúmt frelsi til að gagnrýna og véfengja skoðanir sem settar eru fram á háskólasvæðinu og hafi jafnframt frelsi til að gagnrýna og véfengja fyrirlesara sem boðið er að tjá sig þar, mega þeir ekki hindra eða á annan hátt trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sem þeir hafna eða jafnvel fyrirlíta.

Róbert segir þessa afdráttarlausu yfirlýsingu standa vörð um „rétt nemenda, kennara og annarra til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla um leið og hún áréttar skyldu háskólayfirvalda til að grípa í taumana hafi nemendur, kennarar eða aðrir uppi tilburði til að hindra eða trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Með yfirlýstri afstöðu sinni gerir viðkomandi háskóli kunnugt að ekki verði liðið að mótmælendur leysi upp viðburði eða komi í veg fyrir að fyrirlesarar fái að tjá sig í boði háskólastofnunar.

Hann segir sterk rök vera fyrir því að Háskóli Íslands taki upp þessa stefnu sem samræmist grunngildum skólans og fylgi henni fast eftir. Hann nefnir fimm atriði sem þessi stefna tryggi:

  1. Stefnan stendur vörð um málfrelsi.
  2. Stefnan stendur vörð um akademískt frelsi.
  3. Stefnan vinnur gegn gerræðislegum viðbrögðum.
  4. Stefnan stendur vörð um vinnufrið og orðspor Háskólans.
  5. Stefnan léttir álagi af einstökum starfsmönnum skólans.

Orðið á götunni er að með þessu innleggi sínu hafi Róbert H. Haraldsson fært umræðuna um akademískt málfrelsi upp á æðra plan en verið hefur. Betur fari á því að fræðimenn og stjórnendur Háskóla Íslands ræði þessi mál af yfirvegun með það að leiðarljósi að tryggja málfrelsið til frambúðar en að gengið sé fram fram með gífuryrðum og kröfum um að hausar fjúki.

Hægt er að lesa pistil Róberts í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna