fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Eyjan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yngsta dóttir mín byrjaði háskólanám sitt í vikunni sem leið. Það var henni auðsótt mál. Hún skráði sig til leiks og var samþykkt um hæl. Og framtíðin er hennar.

Við trúum því stundum að samfélagið sé svona einfalt. Það hafi allir aðgang að því – og inn um einar og sömu dyrnar sé að fara. Þær standi öllum opnar.

Þær voru aftur á móti lokaðar þegar elsta dóttirin á heimilinu hugðist sækja sér framhaldsnám um og upp úr aldamótunum. Innganga í fjölbrautarskóla var í besta falli hlaðin óvissu fyrir hana og þátttaka í háskólasamfélagi með öllu vonlaus. Þar fyrir utan var möguleiki á sjálfstæðri búsetu fjarri öllum raunveruleika, og líkurnar á atvinnuþátttöku svo litlar að ekki tók því að kanna þær.

Í raun og sann var hún kostnaður. Opinber fjárlagaliður. Frumburður minn. Sem mátti allt eins skera niður með einu pennastriki. Íslenskt samfélag afskráði þennan íbúa hennar sem afgangsstærð sem ekki væru efni til að sinna af sanngirni og mannúð. Þjóðfélagið væri vissulega í fullum færum til að rækja mannréttindi, en þau ættu sér enn þá takmörk. Altso jafn réttur fólks væri ekki fyrir hendi.

Boðskapurinn gat ekki verið skýrari. Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni. Það var ekki gert ráð fyrir því að það ætti sér framtíð á borð við jafnaldra sína.

„Dóttir mín gekk sum sé inn í Háskóla í vikunni. Aldrei hvarflaði það að mér að það væri kostnaður.“

Þegar ég horfði á eftir yngstu dóttur minni ganga hnarreista inn um ganga Háskóla Íslands á mánudag – og mikil ósköp sem ég var stoltur af henni – varð mér vitaskuld hugsað til allra fatlaðra á hennar reki sem enn þá koma að luktum dyrum, aldarfjórðungi frá því elsta systir hennar byrjaði að upplifa álíka útilokun. Og mér varð jafnframt hugsað til þess hversu ótrúlega þægilegt og sjálfsagt það er að vera heilbrigður partur af þessu samfélagi okkar. Maður bara labbar inn, án umhugsunar, því sá hinn sami á rétt á því að honum sé sinnt. Annað væri það nú.

Hann fær þjónustu. Skilyrðislaust.

En sjáiði fyrir ykkur skilaboðin til hinna. Og þessara tiltölulega fáu einstaklinga sem íslenskt samfélag hefur ekki efni á á hverju hausti. Því þau skilaboð eru einföld. Og þau eru hörð. Það er ekki pláss fyrir ykkur, hvort heldur það varðar liðveislu, húsnæði við hæfi, atvinnu með stuðningi og nám á enda skólakerfisins.

Þið eruð kostnaður! Og því miður er ekki enn þá hægt að mæta honum!

En þetta er einmitt viðkvæðið enn þann dag í dag þegar aldarfjórðungur er liðinn af nýrri öld. Málaflokkur fatlaðs fólks er ekki þjónusta. Hann er kostnaður. Og það er hægt skera hann niður eins og nýbakað brauð úr næstu búð. Vitaskuld kjökra einhverjir foreldrar og aðrir aðstandendur æmta, en taka verður tillit til þess að reksturinn er kerfinu ofviða. Það hljóti menn að skilja!

En dóttir mín gekk sumsé inn í Háskóla í vikunni. Aldrei hvarflaði það að mér að það væri kostnaður.

Ég sá miklu heldur alla fjárfestinguna í því sem för hennar fylgdi.

Og ég sá líka alla framtíðina sem bíður hennar.

Við sjáum aftur á móti ekki alla myndina. Einhvers staðar út til jaðranna eru enn þá ungmenni sem fá ekki svona framtíð, heldur fortíðina eina, af ástæðu sem rekja má til þess að samfélagið sjálft er fatlað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
20.07.2025

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
20.07.2025

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?