fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Eyjan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 06:00

Mynd: Grok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumt fólk eyðir ævinni í að vinna rosalega mikið svo að það geti á endanum hvílt sig. Í grunninn er þetta bændasamfélagið, Lóan-er-komin-heimspekin. Að slíta sér út til að geta átt áhyggjulaust ævikvöld. Þetta er auðvitað sjálfsagt einn-plús-einn-eru-tveir dæmi þegar lífsbaráttan er hörð.

Gallinn við þessa hugmyndafræði árið 2025 er sá að fullhraust fólk sem hefur alla ævi speglað virði sitt í afköstum er aldrei að fara að setjast niður í þægilegan stól og ákveða að hætta að leggja af mörkum til samfélagsins og byrja að njóta, að minnsta kosti ekki án þess að fara í lauflétta krísu.

Einhvers staðar heyrði ég talað um að fólk gæti orðið háð streitu. Líkt og fólk verður háð (aðeins meira töff og áhugaverðum) hlutum eins og áfengi, tóbaki, koffíni eða sykri.

Í hvert skipti sem einstaklingurinn finnur fyrir streitueinkennum tengir viðkomandi það við árangur og afköst, enda endurspeglast það í auknum tekjum, stöðuhækkunum, aukinni ábyrgð og viðurkenningu. Jafnvel blómvendi og köku í vinnunni þar sem kollegarnir brosa með samanherptar varir og nikka í velþóknun.

Þegar streitueinkennin eru tekin í burtu, jafnvel þegar gengur vel, finnst viðkomandi eins og hann sé ekki að gera nóg. Það er ekki fyrr en hárið fer að losna af höfðinu, viðkomandi vaknar sveittur með andfælum af stressi klukkan fjögur um nóttina og líður eins og að hann hafi gleymt einhverju – fyrst þá er allt eins og það á að vera.

Okkur líður ekki vel nema þegar okkur líður illa. Ég veit ekki hversu fín fræði það eru. Hugsanlega er þetta rassvasasálfræði. En það er skrýtið að á meðan „enginn nennir að vinna” séu „allir í kulnun.“

Aldrei hafa fleiri úrræði verið í boði fyrir fólk á krossgötum. Háskólarnir eru fullir af fólki með grátt í vöngum sem hafa tekið handbremsubeygju á vinnumarkaði. Balí er sneisafullt af miðaldra íslenskum konum í hörtóga sem eru allar að finna sig.

Þrátt fyrir þetta eru allir eitthvað svo óhressir. Mögulega liggur vandinn bara í sjálfhverfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Veisla hjá Viðreisn

Thomas Möller skrifar: Veisla hjá Viðreisn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
EyjanFastir pennar
02.09.2025

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
01.09.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar