Það fór ekki hátt í síðust viku þegar Donald Trump ákvað að aflétta refsiaðgerðum og refsitollum á Mjanmar en þar er herinn við völd. Trump ákvað þetta eftir að Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, sendi bréf til Trump og hrósaði honum og sagði hann vera „sannan föðurlandsvin“. Hann fór einnig fram á að Trump myndi aflétta refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn landinu og fella niður tolla á vörur frá Mjanmar.
The Independent skýrir frá þessu og segir að Trump hafi áður lagt 40% toll á vörur frá Mjanmar. Hafi herforinginn sent honum bréf og beðið hann um að lækka tollinn þar sem Mjanmar væri reiðubúið til samningaviðræðna. Hann hrósaði Trump einnig fyrir stjórnunarhæfileika og sagði hann „sannan föðurlandsvin“.