Jules Kounde hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Barcelona og er nú bundinn til ársins 2030.
Kounde var orðaður við brottför í sumarglugganum en hann hafði aðeins áhuga á að spila áfram á Spáni.
Fabrizio Romano greinir frá en Kounde á aðeins eftir að skrifa undir og verður það svo staðfest í kjölfarið.
Romano segir að það muni gerast á allra næstu dögum og eru það góðar fréttir fyrir Börsunga enda um mikilvægan leikmann liðsins að ræða.
Kounde er miðvörður og bakvörður en hann kom til Barcelona frá Sevilla fyrir nokkrum árum.