fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 10:00

Það skiptir máli hvora leiðina maður velur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að keyra þjóðveg 1 hringinn í kringum Ísland er eitthvað sem margir ferðamenn gera. Bæði íslenskir og erlendir. En hvora áttina er best að fara?

Um þetta hefur skapast umræða á samfélagsmiðlinum Reddit og eru mismunandi skoðanir á þessu. Vísindalega skiptir það líka máli hvora leiðina þú ferð, réttsælis eða rangsælis.

„Ég hef verið að skoða ýmsar ferðir tengdar hringveginum og ég sé að flestir fara rangsælis. Er önnur hvor leiðin betri?“ spyr ferðamaður í færslu sem hefur fengið töluverða athygli.

Nefna sumir umferðina. Ef fleiri fara rangsælis þá sé hugsanlega betra að fara réttsælis, til að sleppa við hana.

„Ég fór réttsælis. Ég var ánægður með það því að fyrir hverja 5 til 10 bíla sem ég sá keyra rangsælis var ég með 1 eða 2 samferða mér,“ segir einn. „Þannig að það eru færri bílar til að taka fram úr.“

Skipulagning ferðarinnar skiptir einnig máli fyrir suma.

„Ég fór rangsælis. Mér fannst vera miklu meira að gera á Suður og Austurlandi og ég vildi fá adrelínið í byrjun ferðarinnar og svo slaka á í endann,“ segir einn.

Aðrir nefna að það sé betra að byrja réttsælis í ljósi þess að það sé lítið að sjá á leiðinni norður frá Reykjavík til Akureyrar. Það sé best að klára það strax og eiga svo það besta eftir.

Þá verður einnig að taka veðrið með í reikninginn í ljósi þess að þetta er Ísland. Einn nefnir að það sé best að byrja þar sem spáin er best því að veðrið breytist hratt.

Að lokum getur þetta verið spurning um sparnað. Það er ódýrara að keyra hringveginn réttsælis eins og útskýrt er í þessari grein á Vísindavefnum. Það er maður keyrir innar í landinu en ef maður keyrir hringveginn rangsælis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“