fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 15:30

Jón og Klaki. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, og eiginkona hans, Jóga Gnarr Jóhannsdóttir nuddari, eiga hundinn Klaka. Hundurinn kom inn í líf fjölskyldunnar fyrir algjöra tilviljun árið 2018, en Klaki er sjö ára af tegundinni White Swiss Shepherd Dog.

Jón deilir oft myndum af Klaka, hundavinum til mikillar gleði. Í dag deildi hann síðan sögu hundategundarinnar. 

Hundurinn sem Hitler hataði.

Jón segir að ekki hafi staðið til að fá svona stóran hund og þau hafi eiginlega verið beðin fyrir hundinn.

Ég hafði aldrei heyrt um þessa tegund áður. Klaki minn vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki enda ljúfur, fallegur og skynsamur. Hann er líka vel upp alinn.

Þessi tegund á rætur sínar að rekja til þýska fjárhundsins, sem upphaflega var ræktaður í Þýskalandi í lok 19. aldar til að gæta sauðfjár og síðar til lögreglu- og hernaðar.

Hvíti liturinn, var einn af upprunalegu litaafbrigðunum. En nasistar, þegar þeir komust til valda, þótti hvíti vera veikgeðja og bönnuðu hann í ræktun og eftir það var hvítum hvolpum lógað. Annars voru nasistar mjög hrifnir af sjeffer og Hitler átti sjálfur tíkina Blondi.

Þar með varð hvíti fjárhundurinn óvelkominn í eigin fjölskyldu.

Jón og Klaki. Mynd: Facebook.

Jón rekur að á sama tíma hafi sumir ræktendur, sérstaklega í Bandaríkjunum og Kanada, tekið að sér hvíta fjárhunda og séð fegurð og styrk þar sem aðrir sáu galla. Þeir hafi haldið ræktuninni áfram, stundum undir nafninu White Shepherd.

Þeir voru tryggir, klárir og með mjúka, góða skapgerð.

Á áttunda áratugnum voru hvítir fjárhundar fluttir frá Norður-Ameríku til Sviss, þar sem ræktendur sáu í þeim möguleika á að skapa nýja, sérstaka og viðurkennda tegund.

Eftir vandaða og samviskusama ræktun viðurkenndi FCI (Fédération Cynologique Internationale, alþjóðlega hundaræktunarsambandið) árið 2002 White Swiss Shepherd Dog sem eigin tegund, með sína eigin staðla.

Merkileg saga,“ endar Jón frásögn sína af tegund Klaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar