fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Syrgir móður sína

Fókus
Föstudaginn 18. júlí 2025 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kate Beckinsale greinir frá því í hjartnæmri færslu á Instagram að móðir hennar, Judy Loe, hefði látist í örmum Beckinsale á þriðjudag eftir ólýsanlegar þjáningar.

Loe var 78 ára að aldri.

„Ég er lömuð. Jude var áttaviti lífs míns, ástin í lífi mínu, kærasti vinur minn. Stórt og kærleiksríkt hjarta þessarar litlu konu snerti svo marga sem elskuðu hana innilega. Hún hefur verið hugrökk á svo marga vegu, stundum fyrirgefið of mikið, trúað á hið góða í fólki og heimurinn er svo dimmur án hennar að það er næstum ómögulegt að halda áfram. Mamma, ég elska þig svo mikið.“

Faðir Beckinsale, Richard Beckinsale, lést úr hjartaáfalli 31 árs að aldri. Þá var Kate aðeins fimm ára gömul.

„Þetta hefur verið minn mesti ótti síðan ég fann föður minn látinn fimm ára gömul og núna hefur óttinn raungerst. Ó, mamma mín … fyrirgefðu, fyrirgefðu svo mikið. Fyrirgefðu svo mikið.“

Beckinsale greindi frá því í fyrra að móðir hennar hefði verið greind með krabbamein á fjórða stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld