Bandaríska leikkonan Kate Beckinsale greinir frá því í hjartnæmri færslu á Instagram að móðir hennar, Judy Loe, hefði látist í örmum Beckinsale á þriðjudag eftir ólýsanlegar þjáningar.
Loe var 78 ára að aldri.
„Ég er lömuð. Jude var áttaviti lífs míns, ástin í lífi mínu, kærasti vinur minn. Stórt og kærleiksríkt hjarta þessarar litlu konu snerti svo marga sem elskuðu hana innilega. Hún hefur verið hugrökk á svo marga vegu, stundum fyrirgefið of mikið, trúað á hið góða í fólki og heimurinn er svo dimmur án hennar að það er næstum ómögulegt að halda áfram. Mamma, ég elska þig svo mikið.“
Faðir Beckinsale, Richard Beckinsale, lést úr hjartaáfalli 31 árs að aldri. Þá var Kate aðeins fimm ára gömul.
„Þetta hefur verið minn mesti ótti síðan ég fann föður minn látinn fimm ára gömul og núna hefur óttinn raungerst. Ó, mamma mín … fyrirgefðu, fyrirgefðu svo mikið. Fyrirgefðu svo mikið.“
Beckinsale greindi frá því í fyrra að móðir hennar hefði verið greind með krabbamein á fjórða stigi.