fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fókus
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards hefur fengið nálgunarbann gegn eiginmanni sínum,Aaron Phypers, eftir að hafa sakað hann um ofbeldi í hjónabandinu.

Hjónin standa í skilnaði eftir að Phypers lagði fram beiðni um skilnað mánudaginn 7. júlí fyrir dómi í Los Angeles.

Í dómsskjölum sem Richards lagði fram á miðvikudag lýsir hún nokkrum meintum ofbeldisfullum átökum sem hún hefur átt við Phypers, þar á meðal að hann hafi hótað að drepa hana og sjálfan sig ef hún kærði hann til lögreglunnar.

„Í gegnum allt samband okkar kyrkti Aaron mig oft harkalega, kreisti höfuðið á mér harkalega með báðum höndum, kreisti handleggina á mér fast, lamdi mig harkalega í andlitið og höfuðið og lamdi höfðinu á mér harkalega í handklæðahengið á baðherberginu,“ skrifar Richards í skjölunum. 

Richards sakar Phypers um að hafa veitt henni augnáverka þegar hann lagði hendur á hana árið 2022. Þau hafi þá verið stödd á vinnustað hans í Malibu, og hann hafi fengið ofsóknaræði yfir því að plönturnar sem hann keypti innihéldu hlerunartæki. Richards fullyrðir síðan að Phypers hafi kallað hana helvítis tík og slegið hana í augað með lófanum.

Í öðru atviki er Phypers sagður hafa orðið ofbeldisfullur eftir að Richards gaf í skyn að hann færi ekki með henni í vinnuferð.

„Aaron greip í hnakkann á mér, lamdi mig í jörðina og öskraði: „Þú ert ekki að aflýsa fluginu mínu, ég fer með þér og ég treysti þér ekki,“ fullyrðir hún í skjölunum.

Richards birti einnig myndir af handleggjum sínum með marblettum á, áverka sem hún segir Phypers hafa veitt sér.

Samkvæmt vefmiðlinum TMZ hefur Phypers verið gert að halda sig í 100 metra fjarlægð frá Richards og heimili hennar og bifreið.

Næsta málflutningur vegna nálgunarbanns er áætlaður 8. ágúst.

Hjónin giftu sig í september árið 2018. Í skilnaðarbeiðni sinni dagsettri 4. júlí tilgreinir Phypers óleysanlegan ágreining sem ástæðu fyrir skilnaðinum. Hann fór einnig fram á framfærslu frá Richards.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“