fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

433
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk skell í fyrsta leik á mótinu með því að tapa gegn Finnum 1-0 en búist var við sigri Íslands.

Finnar eru slakasta liðið í riðlinum samkvæmt styrkleikalista FIFA og því komu úrslitin vel á óvart.

Fyrir leikinn var Morgunblaðið með sérstakt hlaðvarp til að hitta upp fyrir mótið og þar bar á gagnrýni á KSÍ og vinnubrögð þar.

„Svein­dís Jane er ekki send í nein viðtöl, hún virðist bara eiga vera í fókus á æf­inga­svæðinu og uppi á hót­el­her­bergi,“ sagði Gústi B. í Fyrsta sæt­inu á mbl.is.

Í frétt Morgunblaðsins úr hlaðvarpinu er því haldið fram að fjölmiðlar hafi fengið miklu minna aðgengi að liðinu síðustu ár. Svona séu hlutirnir ekki hjá HSÍ og KKÍ.

„Ég væri al­veg til í að geta valið hvaða leik­menn við fáum í viðtöl til okk­ar en KSÍ held­ur þétt utan um þetta og er með sitt plan,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir fréttakona RÚV.

„Þeir gefa kost á ákveðnum leik­mönn­um á ákveðnum tím­um og það er kannski eitt­hvað sem mætti skoða. Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta, svo það séu nú ekki all­ir fjöl­miðlar með sömu viðtöl­in alltaf og sömu fyr­ir­sagn­irn­ar,“ sagði Edda Sif einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar