Denzel Dumfries, bakvörður Inter Milan, er fáanlegur fyrir 25 milljónir evra í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en þetta kaupákvæði gildir þar til um miðjan júlí.
Romano segir að Barcelona hafi verið að sýna leikmanninum áhuga en ekkert formlegt tilboð hefur borist.
Dumfries hefur spilað með Inter undanfarin fjögur ár og staðið sig vel en hann er 29 ára gamall.