Brynjólfur Andersen Willumsson var sjóðandi heitur fyrir lið Groningen í gær sem spilaði æfingaleik við Bedum.
Bedum er alls ekki á meðal sterkustu liða Hollands og spilar í neðri deildunum og þurfti að sætta sig við 13-1 tap.
Brynjólfur kom inná sem varamaður í hálfleik í viðureigninni og tókst að gera fjögur mörk áður en flautað var til leiksloka.
Framherjinn var keyptur til Groningen frá Kristiansund í Noregi og hefur samtals skorað fjögur mörk í 29 deildarleikjum.