fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. júní 2025 15:13

Raquelita Rós Aguilar. Mynd: Silla Páls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raquelita Rós Aguilar hefur hafið störf hjá Itera á Íslandi sem tæknilegur leiðtogi fyrir íslenskan markað. Hún kemur til liðs við tæknifyrirtækið með víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði upplýsingatækni, nýsköpunar og stafrænnar umbreytingar.

Raquelita mun leiða tæknilega stefnumótun Itera á Íslandi ásamt því að koma að verkefnum hjá núverandi viðskiptavinum og styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á markaðnum. Raquelita er tölvunarfræðingur og hefur unnið víða bæði í tæknistörfum og sem stjórnandi.

„Það er okkur sönn ánægja að fá Raquelitu til liðs við Itera. Hún bætist við öflugt teymi Itera sem hefur þegar náð frábærum árangri, og við erum sannfærð um að hennar innsýn og leiðtogahæfileikar muni efla starfsemi okkar enn frekar,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi í tilkynningu.

Snæbjörn segir að með þessari ráðningu undirstriki Itera skuldbindingu sína við að veita framúrskarandi stafrænar lausnir og styrkja stöðu sína sem leiðandi tæknifyrirtæki á íslenskum markaði.

Itera er búið að starfa á íslenskum markaði frá árinu 2016 með góðum árangri að sögn Snæbjörns. Árið 2021 var síðan Itera ehf. stofnað til að efla enn frekar tengsl og þjónustu við íslenskan markað og til þess að vera nær sínum viðskiptavinum. Itera aðstoðar viðskiptavini sína við þróun hugbúnaðarlausna og geta komið inn í þróunarverkefni á hvaða stigi ferlisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna