fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Michal fannst látinn við Örfirisey – Sagði Íslandsferðina stærsta ævintýri lífs síns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michal Gabriš lést í sjósundi út af Örfirisey í lok maí. Michal var 27 ára gamall og frá Slóvakíu.

Sjá einnig: Karlmaður fannst látinn í sjónum út af Örfirisey

Michal kom hingað til lands 24. apríl í það sem hann kallaði í færslu á Facebook „Stærsta ævintýri lífs míns.“ Framundan var 1300 km ferðalag hringinn í kringum Ísland á hlaupahjóli. Michal var duglegur að skrifa færslur um ferðalagið og birta myndir. Ferðalaginu lauk 8. maí í Reykjavík á sama stað og það hófst, við Hallgrímskirkju.

„Ég veit nú þegar leiðina til Reykjavíkur, ég er ekki að flýta mér. Ég kem til bæjarins um klukkan þrjú síðdegis, kjörinn tími. Ég lýk ferð minni við þekkta kirkju í miðbænum. Og ég hitti þar fólk sem hefur séð mig á leiðinni, þau óku um Ísland í 13 daga. Og ég í 13 daga á hlaupahjóli. Og við hittumst á sama stað, á sama tíma. Heimurinn er lítill, en upplifanirnar eru miklar. Loksins kominn aftur til Reykjavíkur. Hið ómögulega er orðið að veruleika. Einn stór draumur sem ég bjó yfir hefur ræst á Íslandi.“

Þann 29. maí um hálffimmleytið barst tilkynning um hvarf Michal, hann var í sjósundi og er talinn hafa örmagnast. Hans var leitað fram á kvöld, og hófst leit aftur um hádegi daginn eftir. Michal fannst látinn í sjónum út af Örfirisey.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu