fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Hinn grunaði í máli Madeleine segist ætla að láta sig hverfa í haust

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. júní 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan er í kapphlaupi við tímann að gefa út ákæru á hendur þýska barnaníðingnum Christian Brueckner sem er grunaður um að hafa komið að hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007.

Ekkert hefur spurst til Madeleine í 18 ár, eða frá því að hún var numin á brott úr sumarleyfisíbúð fjölskyldu sinnar í Praia da Luz, vorið 2007. Þýska lögreglan hefur gefið það út að hún gangi út frá því að Madeleine hafi verið myrt.

Leit hefur staðið yfir undanfarna daga á afmörkuðu svæði í Portúgal þar sem rannsakendur vonast til þess að finna vísbendingar um lík hennar. Enn sem komið er hefur ekkert fundist.

Brueckner lýkur afplánun í haust á fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að nauðga 72 ára konu árið 2005. Ef fer sem horfir verður honum sleppt úr fangelsi í september næstkomandi.

Ulrich Oppold, blaðamaður RTL í Þýskalandi, heimsótti Brueckner á dögunum og veitti hann honum viðtal.

Brueckner neitaði að svara spurningum um Madeleine en gaf þó til kynna að hann myndi láta sig hverfa frá Þýskalandi um leið og afplánun lýkur og fara til lands þar sem ekki verður hægt að framselja hann. Þar muni hann láta lítið fyrir sér fara vegna þess hversu þekktur hann er orðinn.

Brueckner sagðist ætla að njóta þess að fá sér „steik og bjór“ eftir að afplánun lýkur. Hann hefur áður neitað aðild að hvarfi Madeleine og þá segist hann vera dæmdur saklaus í fangelsi fyrir fyrrnefnda nauðgun árið 2005.

Christian hlaut sjö ára dóm árið 2019 fyrir nauðgunina. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum, til dæmis árið 1999, 2016 og 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Í gær

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Í gær

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester
Fréttir
Í gær

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“