fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Nýr formaður Heimdallar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 21:26

Alda María Þórðardóttir nýr formaður Heimdallar ásamt Júlíusi Viggó Ólafssyni fráfarandi formanni. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formannsskipti urðu í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins í kvöld. Alda María Ólafsdóttir var ein í framboði til embættis formanns og tekur við af Júlíusi Viggó Ólafssyni sem gegnt hefur formennsku síðustu tvö ár.

Í fréttatilkynningu frá Heimdalli segir að Alda María hafi verið viðburðarstjóri Heimdallar á liðnu starfsári og jafnframt gegnt varaformennsku í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands.

Enn fremur segir að Júlíus Viggó kveðji félagið eftir tveggja ára formennsku. Á fundinum hafi Arent Orri J. Claessen tekið til máls fyrir hönd fráfarandi stjórnar og sæmt Júlíus silfurmerki Heimdallar fyrir framúrskarandi störf sín í þágu félagsins.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Júlíusi Viggó:

„Það er mér mikill heiður að hafa fengið að leiða þetta merka félag okkar undanfarin tvö ár. Ég er stoltur af því verki sem ég skil eftir mig og ber fullt traust til Öldu Maríu og stjórnarinnar sem tekur nú við keflinu. Heimdallur er öflugasta félag ungra sjálfstæðismanna á landinu og mun halda áfram að vaxa og dafna undir nýrri forystu.“

Eftir Öldu Maríu er eftirfarandi haft:

„Ég vil þakka fráfarandi stjórn fyrir frábært samstarf og ekki síst Júlíusi fyrir vel unninn störf seinustu tvö ár sem formaður Heimdallar. Tilhlökkunin er mikil fyrir komandi starfsári og hlakka ég til að vinna með nýrri og öflugri stjórn.“

Eins og í tilfelli embættis formanns voru engin mótframboð sem bárust í önnur sæti í stjórn Heimdallar og samkvæmt tilkynningunni verður stjórnin starfsárið 2025-26 skipuð eftirfarandi einstaklingum

Alda María Þórðardóttir – Formaður

Oliver Einar Nordquist – Varaformaður

Geir Zoega

Stephanie Sara Drífudóttir

Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir

Magnús Daði Eyjólfsson

Katrín Anna Karlsdóttir

Eiríkur Kúld Viktorsson

Erna Birgisdóttir

Bríet Járngerður Unnardóttir

Þórdís Katla Einarsdóttir

Viktor Orrason

Þór Trausti Steingrímsson

Kristján Dagur Jónsson

Ari Björn Björnsson

Leifur Steinn Gunnarsson

Tómas Orri Tryggvason

Anna Fríða Ingvarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega