Fulltrúar Kevin De Bruyne mættu til Ítalíu í dag til að klára smáatriði í tengslum við skipti leikmannsins til Napoli. Þetta kemur fram í helstu miðlum.
Samningur Belgans við Manchester City er að renna út og verður hann ekki framlengdur. Hann er því á förum eftir tíu frábær ár og útlit fyrir að það verði til Ítalíumeistara Napoli.
Forráðamenn Napoli eru bjartsýnir á að klára samkomulag við De Bruyne, sem kemur að sjálfsögðu frítt, á næstu tveimur sólarhringum.
De Bruyne er 33 ára gamall og vann hann allt sem hægt er að vinna hjá City, þar á meðal Englandsmeistaratitilinn sex sinnum.
Á þessari leiktíð skoraði De Bruyne fjögur mörk og lagði upp sjö í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.