„Í ljósi aðdragandans að þeim breytingunum sem síðar urðu á aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig frá trúnaðarstörfum í innra starfi flokksins. Til upplýsingar: Þar með er ég ekki lengur pólitískur leiðtogi flokksins,“
segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista.
„Ég verð áfram skráð í flokkinn og mun beina öllum mínum kröftum að starfi mínu sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Mitt helsta markmið í lífinu er að vinna gegn efnahagslegu óréttlæti. “