Erik ten Hag hefur verið ráðinn stjóri Bayer Leverkusen. Tíðindin hafa legið í loftinu en eru nú staðfest af þýska stórveldinu.
Ten Hag tekur við af Xabi Alonso, sem fer til Real Madrid. Spánverjinn hefur gert frábæra hluti með Leverkusen og gerði liðið að Þýskalandsmeistara í fyrra. Þeim tókst þó ekki að verja titilinn í ár og höfnuðu 13 stigum á eftir toppliði Bayern Munchen, þó í öðru sæti.
Ten Hag hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Manchester United í haust eftir dapurt gengi í upphafi leiktíðar. Hann vann enska bikarinn og deildabikarinn á tíma sínum hjá United, en þar áður gerði hann góða hluti með Ajax.
Hollenski stjórinn skrifar undir samning til 2027 hjá Leverkusen.
✍️ #Bayer04 hat Erik ten Hag als neuen Cheftrainer verpflichtet. Der 55-jährige Niederländer unterzeichnete einen bis 2027 gültigen Vertrag.
Zur Pressemitteilung 🔗 https://t.co/QcyilBNgah#Werkself | #tenHag
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 26, 2025