Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband í leik gegn Þrótti á dögunum og verðu frá út tímabilið. Sandra Sigurðardóttir ver mark Hafnfirðinga í næstu leikjum. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Fjórar umferðir eru eftir fram að EM-pásunni, en Ísland hefur leik á mótinu í Sviss 2. júlí. Sandra, sem hefur ekki spilað leik síðan 2023, ver mark FH þangað til og jafnvel lengur.
Sandra tilkynnti að hún væri hætt í knattspyrnu árið 2023, en tekur nú hanskana fram á ný. Hún á að baki yfir 300 leiki í efstu deild hér á landi og 49 A-landsleiki.
FH hefur byrjað mótið vel, er í þriðja sæti með 13 stig eftir sex umferðir.