Myndband af leikaranum Tom Cruise, fór eins og eldur í sinu á meðal netverja. Ástæðan er þó ekki hæfileikar hans á leiklistarsviðinu eða áhættuatriði, heldur aðferð hans við að borða poppkorn.
Í myndbandinu má sjá Cruise kasta poppkorni upp í munninn á sér þar sem hann var viðstaddur sýningu á nýjustu mynd sinni, Mission: Impossible – Fallout, í BFI IMAX í London 11. maí.
Cruise fjallaði síðar um myndbandið þegar hann kom fram í Pat McAfee Show með Darius Butler miðvikudaginn 21. maí.
„Ég hef aldrei séð neinn borða popp svona,“ sagði Butler við Cruise. „Ertu í raun að borða popp eða er þetta einhver leikaraskapur? Ég verð að vita það.“
„Maður, ég er að borða popp,“ svaraði Cruise og hló. „Þeir vita þegar ég fer á þessar kvikmyndir sem horfi á, ég borða popp. Ég borða venjulega tvo stóra poka á meðan á sýningu stendur.“
“I’m eating that popcorn @DariusJButler“ 😂😂@TomCruise #PMSLive https://t.co/hjKVYTz2lo pic.twitter.com/EhJXqjWg2G
— Pat McAfee (@PatMcAfeeShow) May 21, 2025
Í kynningarmyndbandi árið 2023 á blaðamannafundi fyrir sjöundu Mission: Impossible kvikmyndina, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part 1, lýsti Cruise því yfir: „Ég elska poppið mitt. Kvikmyndir. Poppkorn,“ á meðan hann borðaði úr stórri fötu af poppi.
Mission: Impossible – The Final Reckoning er áttunda kvikmyndin í seríunni og er komin í sýningar hér á landi.