Byrjunarliðin fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Manchester United og Tottenham í Bilbaó hafa verið opinberuð.
Allt er undir í kvöld, bikar og Meistaradeildarsæti fyrir þessi lið sem hafa átt afar dapurt tímabil í deildinni heima fyrir.
Athygli vekur að Heung-Min Son, fyrirliði Tottenham, er á bekknum. Hér að neðan eru liðin.
Tottenham: Vicario, Porro, Van de Ven, Romero, Udogie, Bentancur, Bissouma, Sarr, Johnson, Solanke, Richarlison
Manchester United: Onana, Yoro, Maguire, Shaw, Mazraoui, Dorgu, Casemiro, Fernandes, Hojlund, Mount, Amad