Það getur verið erfitt að finna mat sem er hægt að borða í nánast ótakmörkuðu magni án þess að finna til sektarkenndar á eftir. En góðu fréttirnar eru að slíkur matur er til.
Það er til matur sem mettar, er hollur og er hægt að borða í miklu magni án þess að innbyrða allt of mikið af hitaeiningum.
Hér fyrir neðan nefnum við nokkrar af þessum matvörum til sögunnar en þær eru allar bragðgóðar (að okkar mati) og færa þér raunverulega næringu.
Grænmetisstengur – Þetta geta verið gulrætur, sellerí, gúrkur eða paprikur. Allt þetta grænmeti er hitaeiningasnautt, það brakar vel í því þegar maður tyggur það og hollustutilfinning sækir á þig á meðan þú borðar þetta.
Loftpoppkorn – Þetta er poppkorn án smjörs og olíu. Í lítilli skál eru um 100 hitaeiningar. Poppkorn fyllir mikið, mettar vel og er fitusnautt.
Hvítkál – Hvítkál er mettandi, trefjarík og hitaeiningasnautt.
Skyr eða grísk jógúrt – Prótínríkt, fitulítið og bara frábært.
Ber – Hindber, bláber, jarðarber eru full af andoxunarefnum og trefjum og eru þess utan hitaeiningasnauð.