fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA kallar eftir því að Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR verði í landsliðshópnum í næsta mánuði.

Eiður Gauti hefur skorað fimm mörk fyrir KR í sumar en hann er á sínu öðru tímabili í efstu deild. Eiður er 26 ára gamall en hann kom inn hjá HK síðasta sumar og skoraði þrjú mörk.

Eiður hefur því skorað átta mörk í efstu deild á Íslandi en Mikael telur að Arnar Gunnlaugsson eigi að taka hann í hópinn þar sem Orri Steinn Óskarsson verður frá vegna meiðsla.

„Ég vil sjá hann í hópnum þar, Orri er meiddur og ég sé ekki hver er að gera betur en hann. Hann minnir mig á Nistelrooy,“ sagði Mikael um framherja KR í Þungavigtinni í dag.

„Það er ástæða fyrir því að KR sparkar mikið fram, hann vinnur alla bolta.“

Samherji Mikaels í Þungavigtinni segir það útilokað að Eiður Gauti verði í hópnum. „Eiður Gauti verður ekki í landsliðinu, ég skal segja þér það,“ sagði Kristján óli.

Mikael vill meina að enginn íslenskur framherji sé að gera betur en Eiður Gauti í dag.

„Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur, komdu með nöfnin sem eru að raða inn?, ég vildi Benóný Breka (Framherja Stockport) síðast en hann er að spila svo lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
433Sport
Í gær

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera