Steven Gerrard þarf að afskrifa 371 þúsund pund úr bókhaldinu sínu eftir að fyrirtækið Angel Revive varð gjaldþrota.
Gerrard var andlit fyrirtækisins en vinur hans hafði stofnað fyrirtæki og fengið Gerrard til að fjárfesta í því.
Gerrard lagði 64 milljónir króna sem hann fær ekki eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota.
Angel Revive skuldaði 550 þúsund pund en 400 þúsund pund af því voru leiga á húsnæði sem félagið hafði ekki borgað.
Mark Doyle vinur Gerrard stofnaði fyrirtækið árið 2016 en Gerrard ætti ekki að finna mikið fyrir þessu eftir að hafa mokað inn sem þjálfari og leikmaður.