fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
EyjanFastir pennar

Lögregla rúin trausti

Eyjan
Föstudaginn 9. maí 2025 17:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt hefur skekið íslenskt samfélag meira á þessari öld en efnahagshrunið og eftirmálar þess. Ekki er gert lítið úr alvarleika efnahagshruns á heimili, fjölskyldur og fyrirtæki. En reiðin sem út braust í kjölfarið og ekki fannst almennur farvegur fyrir, olli óeirðum við grundvallarstofnanir landsins svo lengi verður í manna minnum.

En hún beindist líka að þeim fámenna hópi landsmanna sem dómstóll götunnar taldi ábyrga fyrir hruninu þrátt fyrir að það væri að verulegu leyti afleiðing sambærilegra hamfara um nær heim allan.

Á þeim tíma töldu ráðamenn að þessa reiði þyrfti að sefa. Í því ljósi þarf að skoða það sem á eftir fór. Stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hafa skyldi rannsókn þessara mála á sinni hendi. Ráðinn var fjöldi fólks til rannsóknanna og farið var um og menn handteknir hvar sem til þeirra náðist – leiddir í járnum út úr flugvélum meðan aðrir farþegar biðu í sætum sínum eftir að komast frá borði, færðir í lögreglubifreiðar eftir að hafa skilað börnum sínum á leikskóla og þannig má áfram telja. Hrepptir í varðhald og krafðir sagna um atburði og þátttöku þeirra í þeim, atburði sem þá voru fyrir nokkru liðnir og hafi menn haft áhuga á að hylja slóð sína eða farga gögnum, voru til þess misserislöng tækifæri. Gögn og tölvur haldlagðar. Hlustað á innihald símtala sem höfðu enga þýðingu fyrir rannsókn málsins og þau jafnvel skrifuð upp.

Og eftir langa mæðu uppkveðnir dómar í æðsta dómstól landsins sem svo að langmestu leyti stóðust ekki eftir að dómþolar höfðu leitað út fyrir landsteina og borið upp sín mál.

Þótt fremur skammt sé um liðið á mælikvarða eilífðarinnar fer ljós sögunnar ekki mildum höndum um þessi eftirmál öll.

Það er varla ofmælt að upplýsingar sem borist hafa að undanförnu um víðtækan leka gagna úr innstu hirslum réttarvörslukerfisins í landinu hafi sett beyg að þeim sem fylgst hafa með því.

Ríkisútvarpið hefur í tvígang upplýst um að ofurviðkvæm gögn sem varða borgara landsins hafi ratað út fyrir embætti saksóknara. Í síðara sinnið stafa þau gögn frá eftirmálum efnahagshrunsins – efni úr símtölum manna á milli, bollaleggingar rannsakenda, myndefni frá heimilum fólks sem til rannsóknar voru og svo framvegis. Og efni þetta varpar ljósi á vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessum hildarleik öllum.

Ekki verður dregin dul á það að héraðssaksóknara, áður sérstakur saksóknari, er brugðið þegar þessi leki verður uppvís. Eins og hann hefur látið fram koma er það ekki einasta vegna þess að þessi gögn eigi að fara leynt, heldur og ekki síður – ef marka má viðbrögð hans – að hulunni sé svift af starfsaðferðum lögreglu!

Sú staða sem upp er komin dregur stórkostlega úr trausti manna til réttarvörslukerfisins. Mér er til efs að nokkur maður geti treyst því að gögn sem lögregla aflar með dómsúrskurðum leki ekki úr höndum rannsakenda og saksóknara.

Við það verður ekki búið og innanhússrannsókn þessara stofnana sem í hlut eiga, þar sem menn rannsaka eigin verk, dugar alls ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
04.04.2025

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
03.04.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð