fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. maí 2025 08:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritari Staksteina Morgunblaðsins sem kom út í dag segir borgarbúa hljóta að vera gríðarlega stolta af árangri Reykjavíkur sem borgin greindi frá í vikunni. 

„Stjórnendur borgarinnar eru að vísu ekki búnir að leysa leikskólavandann eða fjárhagsvandann, hvað þá skipulagsvandann eða samgönguvandann, en þó svona hér um bil.“

Árangur sem náðist er sá að borgin fékk sinn fyrsta loftslagsborgarsamning samþykktan á loftslagsráðstefnu í Vilníus í Litháen og „til að undirstrika loftslagsátakið flaug Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur, utan til að taka við viðurkenningunni, eða „svokölluðum mission label“, eins og Dóra Björt orðaði það.“

Staksteinar segja að það hljóti að mega treysta því, þó það hafi hvergi komið fram, að flugferðin hafi verið kolefnisjöfnuð og vel það, enda felst í „mission label“ að borgin verði kolefnislaus árið 2030. 

„Í umfjöllun á vef borgarinnar er svo greint frá því að stærsti valdur gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík sé vegasamgöngur „og þá einna helst í gegnum notkun einkabílsins. Því þarf að finna leiðir til að fækka ferðum með einkabílnum“. 

Sem kunnugt er vinnur borgarstjórnarmeirihlutinn að þessu með því að búa til umferðartafir um alla borg. Þeir sem sitja þar fastir hugsa án efa hlýlega til loftslagsborgarsamningsins og þýðingarmikillar flugferðar Dóru.“

Ritstjórn DV veltir fyrir sér hvort flugferðir gætu verið normið til að leysa umferðarhnúana í borginni, það væri ansi þægilegt að geta bara flogið frá Reykjavík á skrifstofuna í Hlíðarsmára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann