fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Pressan
Föstudaginn 9. maí 2025 22:00

Phyllis Bailer. Mynd:Indiana State Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Indiana í Bandaríkjunum hefur loksins leyst morðgátu frá 1972. Þá var Phyllis Bailer, 26 ára, á ferðalagi með 3 ára dóttur sína. Hún var á leið frá Indianapolis til Bluffton að heimsækja foreldra sína. Henni var nauðgað í vegkanti og síðan myrt.

Mæðgurnar komust aldrei á áfangastag og lögreglan fann bíl hennar daginn eftir. Klukkustund síðar fann kona, sem var á ferð í Allen County í Indiana, lík Phyllis í skurði við hlið þjóðvegsins. Dóttir hennar var ómeidd hjá líkinu.

Krufning leiddi í ljós að Phyllis hafði verið nauðgað og síðan skotin til bana.

Það var fyrst nýlega sem lögreglunni tókst að leysa málið.

Ríkislögreglan í Indiana tilkynnti í síðustu viku að Fred Allen Lienemann, sem var 25 ára 1972, hafi líklega verið að verki. Hann tengdist Phyllis ekkert en átti langan sakarferil að baki.

Hann var myrtur í Detroit 1985 en saksóknari segir að ef hann væri á lífi, myndi hann ákæra hann fyrir morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum